top of page
Framúrskarandi Skólaumhverfi

FRAMÚRSKARANDI SKÓLAUMHVERFI 2022

VINNUSTOFA & RÁÐSTEFNA
26. sept. frá kl.16:00-19:30


Árlega höldum við ráðstefnu og vinnustofu til að vekja athygli á metnaðarfullum stefnum, nýsköpun, verkefnum og aðferðum sem eru að þróast í íslensku skólaumhverfi.


FYRIRLESTRAR
Boðið er uppá vitundarvekjandi fyrirlestra sem víkka sjóndeildarhring þátttakenda. 

Fyrirlesarar hafa allir metnað til að hjálpa samfélaginu til þess að taka jákvæðum og uppbyggilegum breytingum fyrir börn og ungmenni samtímans. 

Einkunnarorð: Sköpun, innri vöxtur og rými fyrir hvern og einn.


FYRIR HVERJA?
Ráðstefnan er ætluð starfsfólki menntastofnana sem og öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu. 

Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja og styðja hæfni skólastjórnenda og kennara til að fylgja þeirri byltingu sem á sér stað í tæknisamfélaginu, hinni svokölluðu fjórðu iðnbyltingu. Skólastarf þarf að vaxa í takti við heimsmarkmið Sameiningu Þjóðanna að skapa þær lausnir sem framtíðin kallar á.


TENGSLAMYNDUN
Loksins gefst okkur tækifæri til að koma saman og hittast í eigin persónu. Núna höfum við einstakan möguleika á að stækka tengslanetið og fá innblástur hvert frá öðru.

LITLIR HLUTIR SKAPA STÓRA SIGRA
Þorgrímur Þráinsson
 

Enginn fær sjálfstraust í afmælisgjöf eða góðar einkunnir í jólagjöf. Þorgrímur fjallar um það sem getur bygg upp sterkan einstakling frá unga aldri.

Þorgrímur er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Hann er vinsæll fyrirlesari og hefur um árabil frætt samferðarmenn sína, einkum börn um mikilvægi þess að vera ástfangin af lífinu, líða vel í eigin skinni og sækja fram. 



OFURKRAFTURINN ÍMYNDUNARAFLIÐ
Tryggvi Hjaltason
 

Ímyndunaraflið er eitt helsta verkfærið sem við höfum til að ramma inn vellíðan og árangur og það hefur aldrei mætt meiri mótþróa en núna.
 

Vissir þú að þú getur virkjað öll skilningsvitin þín í gegnum ímyndunaraflið þitt, virkjað tilgang, smíðað skýjaborgir, formað vináttur og lagað áföll með réttum aðferðum? En hvað ef að þú hefur alist upp með verkfæri í höndunum sem stanslaust slævir ímyndunaraflið þitt? Hvaða áhrif hefur það á þig, á fjölskylduna þína, á námið þitt, markmið þín og vellíðan?
 

Ímyndunaraflið er ofurkraftur sem við þurfum skipulega að virkja til að aflæsa velferð og framtíð barnanna okkar og okkar sjálfra. 

Tryggvi Hjaltason er fjögurra barna faðir frá Vestmannaeyjum sem hefur undanfarin ár vakið athygli á erfiðum áskorunum sem íslenskir drengir standa frammi fyrir í menntakerfinu og víðar. 

Tryggvi starfar sem „Strategist“ hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, er formaður Hugverkaráðs og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka eins og Samtökum iðnaðarins, Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Stýrihóps um myndun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, nýsköpunarsjóða og hraðla.

Tryggvi hefur um áraraðir rannsakað vináttur og sköpunarkraft og má t.a.m nálgast fyrirlestraröð á vegum Háskóla Íslands og edX sem kallast „The Frienship machine“ á edX menntunargáttinni.

„Skólaumhverfið stendur frammi fyrir stærri og meiri áskorunum en nokkurn tímann fyrr á margan hátt en hefur einnig aðgang að öflugari tækni og þekkingu sem geta virkað sem hraðlar eða hindranir eftir því hvernig slíkt er nálgast."

STAÐSETNING 

Ráðstefnan verður haldin í sal Bratta - Háskóla Íslands, Menntavísindasvið, Stakkahlið, Reykjavík.


TÓNLISTARATRIÐI

Á milli fyrirlestra hlustum við á fallega tóna til þess að stilla okkur saman og ná góðri einbeitingu.
Tónlistaratriði eru í umsjón upprenndandi söngkonunnar María Víktoríu.

 

DAGSKRÁ

16:00  Matilda Gregersdotter


16:05  Tónlistaratriði
 

16:10  Tryggvi Hjaltason
        

16:40  Nemendur NÚ Framsýn menntun: Messíana Baldvinsdóttir & Guðmundur Jóhann Guðlaugsson.
 

17:00  Hlé, ávextir & tengslamyndun
 

17:15  Tónlistaratriði

17:20  Þorgrímur Þráinsson

17:50  Guðný Jórunn Gunnarsdóttir

 

18:20  Dr Haukur Ingi Jónasson
 

18:50  Hlé

19:05  Stuð

19:10  Aldís Arna Tryggvadóttir, Björk Jónsdóttir & Dóra Margrét Sigurðardóttir


19:30  Þakkir & ráðstefnulok
 

HVERNIG MÁ EFLA NEMENDUR TIL AÐ ÞRÓA MEÐ SÉR SJÁLFBÆRT HUGARFAR OG HVAÐA HLUTVERKI GEGNIR ÁFALLAMIÐUÐ KENNSLUFRÆÐI?

Guðný Jórunn Gunnarsdóttir

Guðný Jórunn er meistaranemi á menntavísindasviði Háskóla Íslands á faggreinasviði náttúruvísinda. Lokaverkefni hennar í B. Ed. náminu var rannsóknarritgerð um áfallamiðaða kennslufræði. Hugmyndafræði áfallamiðaðrar kennslufræði byggir á heildrænum stuðning við nemendur með áfallasögu sem endurspeglast sem hegðunarvandi. Einnig fer hún fyrir hönd nemenda í tveggja ára samstarfsverkefni sérfræðinga á Norðurlöndunum um sjálfbærnimenntun (Expert Working Group on Sustainable Education in the Nordic Countries ) kennara sem er á vegum Rannís og stýrt af Ólafi Páli Jónssyni heimspeki prófessor. Guðný sér mikil tækifæri í því að samtvinna áfallamiðaða kennslufræði við innri þróunarmarkmiðin . Þau styðja við innleiðingu heimsmarkmiðana á einstaklingsbundnum grundvelli og styrkja stoðir sjálfbærnimenntunar. Áfallamiðuð kennslufræði felur í sér lausnarmiðun sem byggð er á lífeðlis-, samfélags- og sálfræðilegum grundvelli. Jafnframt sýnir hún fram á hvernig þessi hugmyndafræði getur styrkt samstarf milli skólans og farsældarfumvarpsins í þágu barna. Þá fjallar hún einnig um grundvöll þess að einstaklingur geti orðið sjálfbær og hvaða lausnir eru í sjónmáli varðandi innleiðingu heimsmarkmiðanna. Með verkfærum þeim sem Guðný fjallar um er hægt að sýna einstaklingnum fram á að hann er mikilvægur hlekkur í tannhjóli samfélagsins.

LITLA GULA HÆNAN
Um gagn og gaman í skólastarfi Í erindinu verður fjallað um markþjálfun sem kennslutækni og verkefnastjórnun sem kennsluaðferð.
Dr Haukur Ingi Jónasson


Einkum verður sýnt fram á hvernig skipuleggja má einstaklingsmiðað nám og hvernig örva má áhuga og metnað nemenda á grundvelli sjálfsákvörðunarvilja einstaklinga og nemendahópa til að lifa út draum sinn hvað varðar þekkingu, færni og hæfni til framtíðar.
 

Haukur Ingi Jónasson lauk Cand Theol prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands og S.T.M. (Sacred Theology Master) og PhD í geðsjúkdóma- og trúarbragðafræðum (Psychiatry and Religion) frá Union Theological Seminary í New York. Hann hlaut klíníska sjúkrahúsprestþjálfun á Lennox Hill Hospital og hjá The HealthCare Chaplaincy Inc. og lauk klínísku sálgreiningarnámi frá Harlem Family Institute í New York. Hann stundaði nám við Indiana University School of Business, Heriot-Watt Edinburg Business School í Edinborg og Standford háskóla í Californíu. Hann er lektor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) Haukur er höfundur bóka um Leiðtogafærni, Samskiptafærni, Stefnumótunarfærni, Skipulagsfærni og Markþjálfun (JPV-forlagið) og bókunum Project: Leadership, Project: Communication, Project: Strategy, Project: Execution og Project Ethics (Routledge/Taylor & Francis).
 

SKRÁNINGAVERÐ

Fyrir 13. sept - 5.900 kr.
Fyrir 20. sept - 6.400 kr.
Fullt verð - 7.300 kr.

Hægt er að sækja um styrki fyrir ráðstefnunni til stéttafélaga.


INNIFALIÐ
Aðgang í Zoom streymi.
Zoom link verður sent til skráða aðilar.

 

SÉRTILBOÐ FYRIR SKÓLA

Verð fyrir 10 miða
34.900 kr. 

Verð fyrir 50 miða

56.900 kr.

Samband
Sértilboð og spurninga
evolvia@evolvia.is
822-3510

 

BÁSAR

Hægt verður að hafa bása til að kynna spennandi verkefni fyrir skólastarf. Bókaðu pláss á evolvia@evolvia.is.

BÓK

Markþjálfun Umturnar á heima í sérhverjum skóla. Velkomið er að skoða bókina og kaupa hana á staðnum. 

Markþjálfun Umturnar

LYKILLINN AÐ FRAMÚRSKARANDI SKÓLAUMHVERFI?

Aldís Arna Tryggvadóttir

Björk Jónsdóttir

Dóra Margrét Sigurðardóttir

Það er miklu auðveldara að ala upp sterka einstaklinga en að ,,laga” fullorðið fólk. En hvað þarf til þess að kennarar geti ýtt undir vöxt, vellíðan og velgengni nemenda? Getur verið að vellíðan kennara sé forsenda vellíðunar og velgengni nemenda?

 

Í erindinu deila Aldís Arna, Björk og Dóra Margrét reynslu sinni af markþjálfun skólafólks. Björk og Dóra Margrét sóttu leiðtogamarkþjálfun til Aldísar Örnu og stjórnendur skólans sóttu einnig teymismarkþjálfun. Jákvæð áhrif á skólastarfið voru mikil: Teymið varð samstilltara, samskiptin betri og árangur skólans meiri.  


Aldís Arna er PCC vottaður markþjálfi frá ICF og er með próf í viðskiptafræði og verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, próf í frönsku frá Háskóla Íslands og kennararéttindi í líkamsrækt. Aldís Arna starfar sem streituráðgjafi, markþjálfi og fyrirlesari hjá Heilsuvernd og er umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi. Hún er jafnframt eigandi heilsutengdu ferðaskrifstofunnar Coldspot, er í faghópi markþjálfunar hjá Stjórnvísi og er sjálfboðaliði í Viðbragðsteymi Rauða krossins á Vesturlandi.

Björk Jónsdóttir er skólastýra Brúarskóla.

Björk er með BA gráðu í grunnskólakennarafræðum og M. Ed í sérkennslu.Björk hefur starfað sem sérkennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri frá árinu 1980 með hléum. Hefur unnið að margskonar tilraunar- og þróunarverkefnum, m.a stofnun Brúarskóla. Björk er einnig nemi markþjálfun hjá Evolvia.

Dóra Margrét Sigurðardóttir er aðstoðarskólastýra Brúarskóla.Dóra Margrét er með BA gráðu í mannfræði, diplóma í kennslufræðum til kennsluréttinda og M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana. Dóra hefur starfað sem grunnskólakennari.  Dóra Margrét er einnig nemi markþjálfun hjá Evolvia.  

bottom of page