top of page

TIGMONK 

HVER ER TIGMONK
 

Tigmonk, Tiger Singleton, er andlegur leiðtogi, sem deilir innsýn, visku og kenningum beint frá sínu opna hjarta.

 

Af einlægni, heiðarleika og skilyrðislausri ást mun Tiger tengjast okkur og færa fram sérstöðuna í hópnum hverju sinni, sem og sérstöðu einstaklinganna sem eru á staðnum.

 

Tiger mun tala um þau andlegu málefni sem brenna á okkur í þeim tilgangi að vekja upp sannleikann innra með okkur.

 

HVAÐ ER SATSANG

Satsang kemur úr sanskrít og þýðir “samvera með sannleikanum". Einn mesti lærdómur lífsins er einfaldlega tækifærið til að fá af einlægni að rannsaka og uppgötva okkar eigið náttúrulega sjálf. Að finna frelsið því að tjá hver maður raunverulega er, frelsið til að upplifa lífið til fulls og finna ástina, friðinn og fögnuðinn í öllu sem þú gerir.


AÐ TENGJA VIÐ INNSÆIÐ

Þú munt uppgötva að allt sem þú vilt fá út úr lífinu, hefurðu nú þegar.

 

Tiger mun hjálpa þér að finna leið til að vera í meiri tengingu við sjálfa/n þig og lifa í núvitund.

 

Þegar þú opnar hjarta þitt munu tengslin við sjálfa/n þig dýpka og það sama á við um tengslin við fjölskyldu, vini, viðskiptafélaga og aðra sem þú umgengst reglulega. Það mun stuðla að því að fólk tengist á djúpstæðari hátt, fær dýpri skynjun á  veröldina og eykur sameiginlega meðvitund á jörðinni.

 

Tigmonk

ÞIN TENGING - ÞÚ Í NÚVITUND
 

Uppgötvaðu sanna ánægju núvitundar og upplifðu þína eigin guðdómlegau nærveru, sem mun auka skynjun þína og auðga líf þitt. Þú munt læra að þekkja hvað er raunverulegt í lífi þínu og hvað er einfaldlega partur af sögunni sem þér var kennt að trúa á. Þú munt finna fyrir frelsi með því að sleppa tökunum á tálsýninni og þetta mun skapa rými fyrir þig til að endurskapa þann veruleika sem hjarta þitt þráir.


AÐ TENGJAST HJARTANU

Það er þegar hjarta okkar er opið í núvitund sem allt okkar hreyfiafl, okkar valmöguleikar og aðgerðir verða náttúrulegar. Við verðum sjálfsprottin, glöð og laus við alla streitu. Nýjar hugmyndir kvikna, vandamál leysast, heilun á sér stað og eigin skýrleiki mun varpa ljósi á hina sönnu merkingu þess að ná árangri í lífinu.


​ÞÚ HITTIR ÞITT EIGIÐ SJÁLF

Tiger er leiðandi andlegur leiðtogi sem beinir þér í átt að þínu sanna sjálfi. Uppgötvun sem mun veita þér ósvikna fegurð lífsins; fegurð sem þú nú þegar ERT.

 

Velkomin á Satsang, Sannleikssamveru.Velkomin að deila - að Tigmonk kemur!

Tigmonk á Íslandi - Facebook

I FYRSTA SINN Á ÍSLAND

 

Hvernig líður þér?
Ertu eins mikið þú og þú vilt?
Ertu að ná þeim árangri sem þú vilt?

Evolvia opnar fyrir möguleika og ryður brautir í nýsköpun og þróun. Við erum stolt að geta boðið þér -  sannleikssamveru og lærdóm með Tigmonk. 
DAGSKRÁ:
 


19. júni 9.00-12.30
Tomorrow´s Leadership, Harpa
19.000 kr.

Sértilboð fyrir hópa.
Hafið samband
kristin@evolvia.is

20. júní 19.00-20.30
Satsang í Friðrikskapellu

að Hlíðarenda - Frítt!

21. júní 19.00-22.00
Satsang í 
Friðrikskapellu

að Hlíðarenda.
6.400 kr.

22. júní 9.30-14.00
Satsang, ganga að Tröllafossi
10.600 kr.

23. júni 19.00-20.30
Kvöldsatsang á Akureyri, Frítt!

Knarrarbergi

24. júní 10.00-14.00
Satsang, Akureyri - Knarrarbergi
10.000 kr.


EINKATÍMAR

Þér er velkomið að bóka einkatíma með Tigmonk á meðan hann er á Íslandi, 18. til 25. júní. Þú bókar og færð sendar tillögur að tímasetningu. Bókaðu tíma sem fyrst því það er takmarkað framboð.
29.000 kr.


PAKKAVERÐ


Hægt er að kaupa heildarpakka til að nýta þetta tækifæri til fulls.
Innifalið í pakkaverði er einn einkatími, miði á ráðstefnuna Tomorrow´s Leadership þann 19. júní og aðgangur að öllum satsang viðburðum frá 20. - 25. júní.
49.500 kr

 

bottom of page