top of page

GAGNRÆÐUR

UM GAGNRÆÐNA
 

Evolvia og Matilda Gregersdotter læra um Gagnræður (ensk. Bohm Dialogue) í EU verkefnum 2008-2012. Meira upplýsingar á  Evolvia síðunni.

 

Bohm Dialogue, ísl. Gagnræður, einnig þekkt sem Bohmian samræður eða "samræður í anda David Bohm", er frjálslega-flæðandi hópsamtal þar sem þátttakendur gera tilraun til að ná sameiginlegum skilningi, upplifa sjónarhorn allra í hópnum til fullnustu, á jafningagrundvelli og án þess að dæma það sem aðrir í hópnum segja.

Gagnræður geta leitt til nýs og dýpri skilnings. Tilgangurinn er að leysa samskipta vanda sem koma upp í samfélugum, og vissulega heild mannlegs eðlis og vitundar.

Með gagnræðum nýtist sá fræðilegi skilningur á því hvernig hugsanir tengjast almennum veruleika. Þær eru nefndar eftir eðlisfræðingnum David Bohm sem fyrstur lagði til þetta samræðuform.


 

GRUNNÞÆTTIR 
 

1. Að búa til “ílát”
2. Að setja sig í spor nemanda
3. Róttæk virðing
4. Einlægni
5. Að tala út frá hjartanu
6. Að hlusta djúpt
7. Að hægja á ferðinni
8. Að fresta ályktunum og fullvissu
9. Að þjálfa rannsóknaranda
10. Að vera leikinn málsvari
11. Að viðurkenna þversögn mismunandi skoðana
12. Að fylgjast með athugandan

MARKMIÐ GAGNRÆÐNA 


- að leiða til náms, nýrrar þekkingar og aukinnar visku

- víðfeðm leið til að tala og hugsa saman

 

- samskiptamáti sem einkennist af næmni, dýpt og virðingu

- að auka meðvitund með einstaklingnum, hópnum og heildinni

- að blanda saman og tengja visku og sálir

- að bæta hópnám

- að útvíkka visku og nám

 

- að auðvelda teymismyndun


TILGANGUR

 

Þegar hver og einn þátttakandi talar frá hjartanu og deilir því með öðrum sem ég kalla visku, þá nær það að blandast annarri visku í gagnræðunum.

Með öðrum orðum, þá verður þetta ósvikin, aukin viska. Meðvituð aukning á sér stað. Sameinaður, víðtækur skilningur verður ljós. 

UMRÆÐUEFNI


Dæmi um gagnræður í mismunandi hópum með mismunandi umræðuefnum

 

Stjórnendur - Að stjórna frá hjartanu
Stjórnendur - Að vaxa í starfi
Stjórnendur - Breytingar
Stjórnendur - Vöxtur
Hjúkrunarfræðingar - Teymisvinna
Markþjálfarar - Næring
Markþjálfarar  - Andleg næring
Markþjálfar  - Uppspretta lífs
Nemendur í 7. bekk – Virðing
Blandaðir hópar - Tilgangur
Stórviðburður með áhorfendum – Breytingar
Stórviðburður með áhorfendum – Árangursrík samskipti
Fullorðnir nemendur – Sköpunargáfa
Eigendur fyrirtækja – Grunngildi
Samstarfsmenn – Sköpunargáfa
Kennarar – Samstarf
Blandaðir hópar – Heiðarleiki


ORÐIÐ GAGNRÆÐUR

Árið var 2008 þegar orðið Gagnræður var tengt við enska heitið Bohm Dialogue. Lestu meira um þetta í bókin Markþjálfun - vilji, vit, vissa.

bottom of page