
FRAMÚRSKARANDI SKÓLAUMHVERFI 2021






VINNUSTOFA & RÁÐSTEFNA
20. sept. frá kl.16:00-19:30
Árleg ráðstefna og vinnustofa til að vekja athygli á metnaðarfullum stefnum, nýsköpun, verkefnum og aðferðum sem eru að þróast í íslensku skólaumhverfi.
FYRIRLESTRAR
Boðið er uppá vitundarvekjandi fyrirlestra sem stækka hugsun og sjóndeildarhring þátttakenda.
Fyrirlesarar hafa allir metnað til að hjálpa samfélaginu til að taka jákvæðum og uppbyggilegum breytingum fyrir börn og ungmenni samtimans.
Einkunnarorð: Sköpun, innri vöxtur og rými fyrir hvern og einn.
FYRIR HVERJA?
Ráðstefnan er ætluð starfsfólki menntastofnana og öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu.
Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja og styðja hæfni skólastjórnenda og kennara til að fylgja þeirri byltingu sem á sér stað í tæknisamfélaginu, hinni svokölluðu fjórðu iðnbyltingu. Skólastarf þarf að vaxa í takti við heimsmarkmið Sameiningu Þjóðanna að skapa þær lausnir sem framtíðin kallar á.
TENGSLAMYNDUN
Loksins gefst okkur tækifæri til að koma saman og hittast í eigin persónu. Núna höfum við einstakan möguleika á að stækka tengslanetið og fá innblástur hvert frá öðru.
DAGSKRÁ
16:00 Matilda Gregersdotter, Evolvia
ÁVARP
16:05 Hljóðlist
16:10 Aldís Arna Tryggvadóttir
ACC Markþjálfi
LYKILLINN AÐ VELLÍÐAN &
VELGENGNI
16:30 Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir Prófessor emeritus við Háskóla
Íslands
RÆKTUN MENNSKUNNAR
- VIÐ ERUM ÖLL UPPALENDUR
16:50 Ingvi Hrannar Ómarsson Kennari & nemandi við Standford
Graduate School of Education
ÞAÐ SEM KOM
OKKUR HINGAÐ KEMUR OKKUR
EKKI ÞANGAÐ
17:10 Hlé, ávextir & tengslamyndun
17:30 Hljóðlist
17:35 Sólveig María Svavarsdóttir Varaformaður
Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi
HEIMAKENNSLA
17:55 Helga Marin Bergsteinsdóttir
KVEIKJUM NEISTANN HJÁ
NEMENDUM
18:15 Bragi Þór Svavarsson
Skólamestari Menntaskóla
Borgarfjarðar
LÍFSNÁM
18:35 Hlé
18:45 Hljóðlist
18:50 Pallborðsumræður
19:20 Hljóðlist
19:25 Lausnasamtal & samantekt
Þóra Jónsdóttir, Lögfræðingur hjá
Barnaheillum & markþjálfi
19:30 Þakkir & ráðstefnulok
Eftir lok ráðstefnunnar verður áfram opið til kl. 20:30 til að gefa rými fyrir tengslamyndun og hópasamtal.
LYKILLINN AÐ VELLÍÐAN & VELGENGNI
Aldís Arna Tryggvadóttir
ACC Markþjálfi
,,Mannrækt er málið“ eru einkunnarorð Aldísar Örnu. Aldís Arna er ACC vottaður markþjálfi frá ICF og er með próf í viðskiptafræði og verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, próf í frönsku frá Háskóla Íslands og kennararéttindi í líkamsrækt.
Aldís Arna starfar sem streituráðgjafi, markþjálfi og fyrirlesari hjá Heilsuvernd og er umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi. Hún er jafnframt eigandi heilsutengdu ferðaskrifstofunnar Coldspot og sjálfboðaliði í Viðbragðsteymi Rauða krossins á Vesturlandi.
Það er miklu auðveldara að ala upp sterka einstaklinga en að ,,laga” fullorðið fólk. En hvað þarf til þess að kennarar geti ýtt undir vöxt, vellíðan og velgengni nemenda? Getur verið að ,,Lyklarnir” nýtist kennurum einnig beint í þeirra lífi?
KVEIKJUM NEISTANN HJÁ NEMENDUM
Helga Marín Bergsteinsdóttir
Eitt af mikilvægustu hlutverkum kennara er að spila inn á áhugahvöt nemenda til að þeir nái árangri í námi. Verðlauna- og umbunarkerfi eru dæmi um ytri hvatningu sem oft notuð eru í skólum til að ná því marki. Slík hvatning er ekki einungis tímafrek og orkukrefjandi heldur er ávinningurinn oft skammvinnur. Einnig hafa nýjar rannsóknir sýnt að ytri hvatning getur dregið úr og jafnvel bælt niður innri áhugahvöt.
Fyrirlesturinn er fyrsti hluti námskeiðs sem Helga Marín og Ingrid Kuhlman bjóða kennurum upp á í fjarnámi. Einnig geta skólar bókað námskeið sérsniðið að þörfum hvers.
STAÐSETNING
Ráðstefnan verður haldin í sal Bratta - Háskóla Íslands, Menntavísindasvið, Stakkahlið, Reykjavík.
TÓNLISTARATRIÐI
Á milli fyrirlestra verður boðið upp á fallega tóna - til þess að stilla okkur saman og ná fallegri einbeitingu.
Hljóðlist Jóna María Norðdahl.
LÍFSNÁM
Bragi Þór Svavarsson
Skólamestari MB
Menntaskóli Borgarfjarðar er ungur einkarekinn framhaldsskóli sem hefur frá stofnun farið ótroðnar slóðir þegar kemur að innihaldi náms og skipulagi. Skólinn hefur síðustu mánuði verið að vinna að enn frekari þróun skólastarfs og stóð fyrir ráðstefnu undir heitinu „Menntun fyrir störf framtíðar“ vorið 2020, sem og starfaði verkefnahópur á vegum skólans síðastliðinn vetur og skilaði niðurstöðum á vordögum. Bragi mun fara yfir helstu niðurstöður þessarar vinnu með áherslu á sýn unga fólksins sem tók þátt í þessari vinnu.
Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann tók við sem skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar í upphafi árs 2020 en þar áður starfaði hann hjá Íslandsbanka frá árinu 2007, fyrst um fjögurra ára skeið sem þjónustustjóri en frá árinu 2011 sem breytingastjóri og deildarstjóri í tækniþjónustu bankans. Áður var Bragi Þór kennari við Grunnskólann á Varmalandi og síðan vefstjóri og umsjónarmaður kennslukerfis við Háskólann á Bifröst um sex ára skeið.
ÞAÐ SEM KEMUR OKKUR HINGAÐ KEMUR OKKUR EKKI ÞANGAÐ
Ingvi Hrannar Ómarsson
Kennari & Nemandi við Standford Graduate School of Education
Hvað við getum gert til þess að undirbúa nemendur fyrir framtíðina þeirra, en ekki fortíðina okkar?
Fyrirlestur í 3 hlutum: Innihald, skipulag og framkvæmd skólastarfs.
Ingvi Hrannar er grunnskólakennari og frumkvöðull með meistaragráðu frá Stanford Háskóla í Bandaríknunum. Hann er handhafi Íslensku menntaverðlaunanna 2020 fyrir fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni. Ingvi Hrannar hefur haldið fyrirlestra og vinnustofur um allan heim um framtíðarfærni og aðstoðað skóla og fræðsluskrifstofur með ýmiskonar stefnumótun og innleiðingar.
RÆKTUN MENNSKUNNAR - VIÐ ERUM ÖLL UPPALENDUR
Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir Prófessor emeritus við Háskóla Íslands
Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir er virtur vísindamaður á sviði uppeldis- og menntunarfræða. Rannsóknir hennar miða að því að auka þekkingu og skilning á þroska og velferð barna og ungmenna og hvernig megi stykja þau bæði heima fyrir og í skóla- og frístundastarfi.
Kennsla Sigrúnar er aðallega á sviði þroskasálfræði, áhættuhegðunar og seiglu ungs fólks auk borgaravitundar þess í lýðræðisþjóðfélagi.
Sigrún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín og árið 2012 hlaut hún ,,Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu“ fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar.
Sigrún lauk kennaraprófi frá KÍ 1969, BA-prófi í uppeldisfræði frá HÍ 1983 og bæði meistaraprófi og doktorsprófi frá Harvard University í Bandaríkjunum, Graduate School of Education í deildinni Human Development and Psychology árið 1988.
HEIMAKENNSLA
Sólveig María Svavarsdóttir
Hvers vegna að synda á móti straumnum og fara aðra leið en hina hefðbundu?
Tækifærin sem felast í því að kennarinn elti nemandann í námi fremur en nemandi elti kennarann. Sannarlega einstaklingsmiðað nám stýrt af áhugahvöt nemanda.
Allt lífið er nám. Hamingjusamur nemandi nemur meira. Aukin fjölskyldunánd, samvera og tengsl í hröðu nútímasamfélagi.
Sólveig María er er grunnskólakennari og móðir fjögurra barna. Hún er varaformaður Hæglætishreyfingar Íslands. Hún leggur áheyrslu á hægt líf, meðvitund og tengsl í uppeldi barna sinna. Hún hóf heimakennslu ágúst 2021.
WWW.HLUSTUM.IS
Þóra Jónsdóttir
Lögfræðingur hjá Barnaheillum & Markþjálfi
Þóra kynnir nýjan vef www.hlustum.is sem er samskiptafræðsla fyrir forelda og þá sem starfa með og fyrir börn. Hlustum.is hvetur fullorðna til að virkja börn til samtals og bjóða þeim uppá nýja tegund hlustunar.
BÓK INNIFALIN
Hver þáttakandi sem skráir sig fær bókina Markþjálfun umturnar að gjöf.
SKRÁNINGAVERÐ
Fyrir 20. ágúst - 5.900 kr.
Fyrir 10. sept - 6.900 kr.
Fullt verð - 7.300 kr.
Hægt er að sækja um styrki fyrir ráðstefnunni til stéttafélaga.
INNIFALIÐ
Aðgang af upptökur í mánuð.
SÉRTILBOÐ FYRIR SKÓLA
Verð fyrir 10 miða og 3 bækur
34.900 kr.
Verð fyrir 50 miða og 10 bækur
56.900 kr.
Innifalið í sértilboði
2 x 1 klst. eftirfylgni
Valdeflingarvinnustofa á Zoom
27. september kl. 17-18:00
Samskipti til framtiðar I
6. október kl. 17-18:00
Samskipti til framtiðar II
Samband
Sértilboð og spurninga
evolvia@evolvia.is
822-3510
BÁSAR
Hægt verður að hafa bása til að kynna spennandi verkefni fyrir skólastarf. Bókaðu pláss á evolvia@evolvia.is.
WWW.HLUSTUM.IS
Þóra Jónsdóttir
Lögfræðingur hjá Barnaheillum & Markþjálfi
Þóra kynnir nýjan vef www.hlustum.is sem er samskiptafræðsla fyrir forelda og þá sem starfa með og fyrir börn. Hlustum.is hvetur fullorðna til að virkja börn til samtals og bjóða þeim uppá nýja tegund hlustunar.















