Umsagnir
What people have been saying about Evolvia...
Börkur
Námið hefur gefið mér ótrúlega innsýn inn í nýja veröld. Veröld sem sýnir möguleika á að horfa inn á við á nýjan hátt. Veröld sem ég hef vitað að er þarna, en alltaf talið vera fyrir aðra.
Hrafnhildur
Markþjálfunarnámið hefur fært mér dýrmæta aðferð til að efla vöxt og innri hvata, bæði sem nýtist marksækjendum sem leita til mín og fyrir mig sjálfa til að vinna með.
Eva Dögg
Námið hefur gefið mér svo ótrúlega margt. Það hefur gefið mér andlegan vöxt, það hefur hjálpað mér að sjá mig, mína kosti og galla. Það hefur gefið mér verkfæri til að breyta hugarfari minu til hins betra. Ég sé hlutina í opnara samhengi, er jákvæðari og get tekist á við lífsins verkefni sem spennandi tækifæri.
Dóra
Námið hefur gefið mér samskiptafærni sem ég get nýtt mér til framtíðar. Það hefur gefið mér aukið sjálfstraust, meira öryggi, meir gleði, aukna sjálfsþekkingu og nýja vini. Þetta er líklega það besta sem eg hef gert fyrir sjálfa mig í langan tíma.
Edda
Þetta nám hefur gefið mér tækifæri til að vaxa og dafna, tækifæri til að raungera drauma, tækifæri til að leyfa mér meira, vera meira. Geng héðan út stolt með mörg verkfæri, aðferðir, lausnir og bjartari framtíð.
Guðrún
Námið hefur gefið mér betri færni í samskiptum, betri hlustun og skýrari samskipti. Það hefur gefið mér vaxtarhugsun og “mistök” eru lærdómur, það er alltaf hægt að draga lærdóm úr hverjum aðstæðum.
Eva Dögg
Námið hefur gefið mér svo ótrúlega margt. Það hefur gefið mér andlegan vöxt, það hefur hjálpað mér að sjá mig, mína kosti og galla. Það hefur gefið mér verkfæri til að breyta hugarfari minu til hins betra. Ég sé hlutina í opnara samhengi, er jákvæðari og get tekist á við lífsins verkefni sem spennandi tækifæri.
Bjarney
Markþjálfanámið hefur gefið mér nýja sýn á hlutverk og möguleika mína í samfélaginu. Styrk til að stíga upp og styðja við aðra. Námið hefur fært mér verkfæri til að takast á við krefjandi aðstæður/viðbrögð og að geta markvisst sutt aðra í að finna sín svör. Það hefur vakið upp tilfinningar sem maður ýtir oft til hliðar og skapað rými til að skoða þær og kjarna manns sjálfs.
Lilja
Námið hjá Evolvia hefur fært mér alveg ótrúlega margt. Ég hef vaxið og eflst sem einstaklingur og öðlast skýrari sýn a hvað það er sem ég raunverulega vill og hver ég raunverulega vil vera. Ég hef lært að vera meira til staðar, betri hlustandi og hef öðlast aukna þekkingu í því að hjálpa öðrum að tendra sinn neista og sjá sína styrkleika. Ég hef öðlast öryggi, festu og aukið hugrekki. Lært að standa betur á mínu, setja mörk og er tilbúin að aðstoða aðra á sinni vegferð.
Ólöf
Markþjálfunarnámið hjá Evolvia hefur gefið mér nýja sýn á samskipti og aðferð til að eiga djúpt, kröftugt og gefandi samtal. Námið eflir bjartsýni og trú á mátt hverrar manneskju til að bæta heiminn. Námið hefur líka gefið mér verkfæri til að eiga got samtal við sjálfa mig og efla skilning minn á sjálfri mér og öðrum.
Björk
Námið hjá Evolvia hefur gefið mér bjartari, jákvæðari mig. Gert mér grein fyrir mikilvægi hlustunar og hlýju í viðveru. Gefið mér hversu mikilvæg markþjálfun er og hvað hún er öflug fyrir marksækjandann. Námið hefur gefið mér mikla þekkingu og dýrmæta reynslu fyrir lífið. Styrkt mig í því að það sem ég ætla mér, get ég. Frábært nám sem byggir svo mikið á reynslu og æfingum. Æfingin skapar meistarnn.