VIÐBURÐIR

STÆKKAÐU VIÐBURÐINN

 

Evolvia býður upp á möguleika fyrir skilvirkari samskipti og enn dýpra nám. Hægt er að bæta námskeiði aftan við hefðbundna ráðstefnu. Vinnubrögðum Evolvia hefur verið lýst sem framúrskarandi og nærandi. 
 

VÍÐTÆKARA LÆRDÓMSFERLI
 

Út fyrir kassann. Breytum. Gerum eitthvað öðruvísi. Ný nálgun. Viljið þið safnast saman á nýjum forsendum? Eruð þið orðin þreytt og leið á sama venjulega staglinu? Ertu til í að fara út úr  þægindahringnum og gera eitthvað annað en þetta hefðbundna sem þú þekkir eins og lófann á þér? Langar þig til þess að fundurinn eða ráðstefnan skilji eitthvað meira eftir sig? Finnst þér kannski að námskeið og vinnustofur eigi að snerta þátttakendur dýpra? Vera meira lifandi, skapandi og uppbyggilegri? 

 

 

AÐSTÆÐUR FYRIR SKILVIRKT NÁM


Evolvia hefur boðið upp á aðstæður til óhefðbundins náms til margra ára á Íslandi, bæði hérlendis og erlendis. Fyrirtækið hefur tekið þátt í nokkrum EU verkefnum með fólki af mörgu ólíku þjóðerni í gegnum árin þar sem aðferðir í þjálfun til umbreytinga hafa verið kenndar. 
 

NORÐURLJÓS & HARPA
 

Í meira en 10 ár hefur markþjálfun verið kennd og notuð á íslandi. Því var fagnað vel með ráðstefnu í Hörpu, 10. desember 2014. Þar var stólum raðað í hring og notaðar gagnræður þar sem viska og aukin meðvitund var aðalumræðuefnið. 
 

TOMORROW´S LEADERSHIP
 

Ráðstefna með heitið Tomorrow´s Leadership var haldin 18. júní 2015 í Hörpu.

Njóttu myndbandana hér fyrir ofan. Evolvia bauð 8 fyrirlesurum að deila visku sinni og reynslu varðandi þróun leiðtogahlutverks framtiðarinnar.

 

NÆSTA RÁÐSTEFNA HJÁ EVOLVIA
 

23. sept 
Ráðstefna sem ber yfirskriftina 
Framúrskarandi SkólaumhverfiVELKOMIN Á 
PÓSTLISTI
Skráðu þig á evolvia(at)evolvia.is

 

 

© 2020  Evolvia ehf   evolvia@evolvia.is  +354 822 35 10  www.evolvia.is

Fjölsæi 2010