1 ) STERKARI ÉG - LÝSING
Sjálfstyrkingarnámskeið
 

Það er spennandi að byrja ungur að læra um sjálfan sig, hver og einn sem gerir það vex og verður sterkari einstaklingur. Þannig tíma er vel varin og er verðmætur.  Gott er að byrja snemma á þessu í lífinu til að þekkja sig en betur og halda í allt sem veitir manni gleði.

 

Þetta námskeið sprettur frá aðferðarfræði markþjálfunar og byggist á röð æfinga og skemmtilegra leikja. Við verðum bæði úti í sólinni og innanhús en allt sem við gerum hefur tilgang sem er að efla einstaklinginn. Þetta er skemmtilegt og líflegt námskeið og gert á jákvæðan og uppbyggilegan máta. Við skoðum gildi og notum úrklippivinnu í það, vinnum með þau og eflum þannig sjálfsmyndin og þannig getur maður orðið sterkari. Iðkum hugleiðslur með yoga nidra þar sem enginn kunnátta þarf aðeins að liggja kyrr og láta leiða sig um draumaheima, skoðað er síðan á eftir hvað þau sáu hvað mögulega það merkir fyrir þeim. Við prufum Gagnræður sem er góð æfing að tala beint frá hjartanu.

 

Tilgangur námskeiðsins er að styrkja hvern og einn einstakling. Við endum námskeiðið með klukkutíma lokaathöfn þar sem foreldrum er boðið að koma í heimsókn og sjá hvað þau hafa aðhafst alla vikuna.

2 ) LEIKUR AÐ LEIKA - LÝSING

Leiklistarnámskeið

 

Tilgangur námskeiðsins er að efla sjálfstraust og færni þátttakenda í að standa með sjálfum sér og fyrir framan aðra, einn eða með öðrum. Það er gert með leik og æfingum um leið og verið er að vinna með frumsköpun.

Áhersla er lögð á sköpunargleði og framkvæmd hugmyndar í gegnum leik, gleði, spuna og æfingar.

Einnig er unnið með hlustun og einbeitingu.

Aðaláhersla er á samvinnu sem er samtvinnuð  í leik og gleði.

LEIÐBEINANDI
 

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, PCC vottaður markþjálfi frá International Coach Federation.
Leiðbeinandi Evolvia & starfsmaður.

Ásta brennur fyrir þróunn og vexti barna. Hún veit að þegar barn hefur góða sjálfsmynd mun því vegna vel. Hún rekur félag sem heitir
Markþjálfahjartað, þar eru um 80 aðrir markþjálfar með þann einlæga áhuga að fá markþjálfun í menntakerfið. Þetta er hugsjón Ástu og hefur mest öll vinnan hennar í skólunum verið gefin af henni og þeim sem staðið hafa að þeim verkefnum sem Markþjálfahjartað hefur fengist við. Hún þráir það heitt að öllum börnum líði vel.

Ásta veitir markþjálfun inni skólana, beint við nemendur og hefur gert síðan árið 2014. Einnig hefur hún haldið barna og unlinganámskeið síðan sumar 2016.

Með henni fylgja góð meðmæli t.d frá NÚ Framsýnmenntun og Álftanesskóla.
 

Hún hefur verið sjálfstætt starfandi markþjálfi síðan 2014 undir nafninu Hver er ég - Markþjjálfun. Með Krakkajógakennara - og jóga nidra kennararéttindi. Einnig leiðbeinir hún í Markþjálfanámi hjá Evolvia, heldur Diploma í Mannauðsstjórnun HÍ og er fyrrverandi formaður ICF Iceland Félag Markþjálfa á Íslandi.
 

LEIÐBEINANDI

Rebekka Austmann Ingimundardóttir nam leiklist í DAMU, leiklistaháskólanum í Prag í Tékklandi og AHK listaháskólanum í Amsterdam og í TAM leiklistarháskólanum í Maastricht í Hollandi.

Rebekka hefur starfað í yfir 30 ár við leikhús bæði hérlendis sem og erlendis. Sem sviðshöfundur og leikstjóri og einnig sem leikmynda- og búningahönnuður í leikhúsum og kvikmyndum.

Rebekka hefur einnig starfað við kennslu og ásamt því að vera stundakennari í LHÍ hefur hún haldið námskeið með Þjóðleik síðan 2009. Síðastliðin vetur stundaði hún nám í Markþjálfun hjá Evolvia og fer í framhaldsnám í haust.

DAGSETNINGAR
 

22. - 26. JÚNÍ

kl. 13 - 16  Leikur að Leika


29. JÚNÍ - 3. JÚLÍ


kl. 09 - 12  Sterkari ÉG

kl. 09 - 12  Galdrasmiðja
kl. 13 - 16  Sköpunarkraftur


6. - 10. JÚLÍ

 

kl. 09 - 12  Galdrasmiðja

kl. 09 - 12  Tónlist & Torfhleðsla
kl. 13 - 16  Tónlist & Torfhleðsla


 

13. - 17. JÚLÍ

kl. 09 - 12  Tónlist & Torfhleðsla

kl. 13 - 16  Tónlist & Torfhleðsla20. - 24. JÚLÍ
 

kl. 09 - 12  Sterkari ÉG
kl. 13 - 16  Leikur að Leika
 

  • Facebook
VERÐ
 
1. Sterkari ÉG                 11.900 kr
2. Leikur á að leika         11.900 kr
3. Tónlist & Torfhleðsla   16.900 kr
4. Sköpunarkraftur          16.900 kr
5. Galdrasmiðja              16.900 k

 
FYRIR HVERJA
 

Fyrir 9 -12 ára einstaklinga sem vilja stækka sjálfan sig. Tilgangur námskeiða er að styrkja hvern og einn einstakling.


HVAR - STAÐSETNING

Sólsetrið, Skrauthólar, Kjalarnes. 20 minútur keyrsla frá Reykjavík. Lifandi sveitaperla. Börn mega gjarnan vera eftir milli námskeiða, milli 12-13. Hver og einn kemur með nesti og hádegis snarl. Hægt er að nýta umhverfið og taka sér göngu uppí fjallið eða vera á svæðinu á meðan barnið er á námskeiði.

FORELDRAR Í HEIMSÓKN 
 

Við endum öll námskeiðin með klukkutíma lokaathöfn þar sem foreldrum er boðið að koma í heimsókn - föstudag.


 

SAMBAND & SPURNINGAR

Þú ert velkomin að senda okkur spurningar til að frá frekari upplýsingar um sumarnámskeiðin til evolvia(at)evolvia.is

 

PRAKTÍSKAR UPPLÝSINGAR

 

Takmarkaður sætafjöldi er á námskeiðin og því best að taka frá sæti sem allra fyrst. Skráning er hafin og það getur fyllst fljótt. Námskeiðin eru vinsæl og lifandi.

 

Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru á bilinu 12 - 16 þátttakendur.

Lámarksfjöldi eru 8 þátttakendur. Tilkynnt er með vikufyrirvara ef námskeiðið nær ekki lágmarksskráningu. Hægt er að færa sig yfir á aðra dagsetningu eða fá endurgreitt.

Við mælum með því að tryggja sæti og ganga frá skráningu á námskeið sem hentar sem allra fyrst.SKILMÁLAR & VELFERÐ ÞÁTTTAKENDA
 

Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Börn þurfa að hafa getu í að vera virk og sjálfstæð. Ef vart verður við óeðlilega hegðun verður haft samband við forráðarmann.

Mögulega þarf barn í einhverjum tilfellum að hafa með sér stuðningsmanneskju til að geta tekið þátt og þá er bara að búa það til í samstarfi við barnið og foreldra

Mæting á námskeið er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

 

Námskeiðsgjald er óendurkræft ef hætta þarf við þátttöku. Ef skráning er gerð á rangt námskeið eða dagsetningu þarf að láta okkur vita innan 24 klst. eftir skráningu til að geta fært sig á það rétta eða annað, annarss telst það skráning.

3 ) SKÖPUNARKRAFTUR - LÝSING

 

Sjálfsvitundar- og sjálfsstyrkingarnámskeið

Hver og einn verður öruggari í sér og líður betur í eigin skinni, þegar hann skilur sjálfan sig betur. Það er spennandi að nota málningu til að rannsaka hitt og þetta. Enga þekkingu eða undirbúning þarf.

Þetta námskeið veitir innsýn í Vedalist, sem er spennandi aðferð til að læra um lífið og sjálfan sig. Hver og einn tekur þátt á sinn eigin hátt.

Við notum málningu og tölum saman í aðferð sem kallast Gagnræður, sem er mjög falleg leið til að tjá sig.

Tilgangur er að gefa hverjum og einum innsýn og lærdóm um lífið og um sjálfan sig á léttan og skemmtilegan hátt.

Við endum námskeiðið með klukkutíma lokaathöfn þar sem foreldrum er boðið að koma í heimsókn.

4 ) TÓNLIST & TORFHLEÐSLA - LÝSING

Útivist & handverk
 

Námskeiðið er fyrir blandaðan aldur. Á námskeiðinu verða keðjusöngvar, klappleikir, spilað á ásláttarhljóðfæri, strengjahljóðfæri og skapaðir fallegir bjölluhljómar við ýmis lög.

 

Þróaðar verða nýjar leiðir í sköpun með börnum í náttúru með virðingu við umhverfið. Börnin læra torfskurð og torfhleðslu og kynnast þannig íslensku verkviti og menningararfi.

 

Einnig verða unnin náttúrulistaverk, svokallaðar mandölur. Léttleiki og gleði verða í fyrirrúmi.

 

Þetta verður samvinna, samvera og samhljómur í takt við náttúrukrafta.

Börnin koma klædd eftir veðri.

LEIÐBEINANDI
 

Matilda Gregersdotter, MCC vottaður markþjálfi frá International Coach Federation.

Matilda er eigandi Evolvia, hönnuður af ýmsu þjálfunarefni, frumkvöðull um markþjálfun, vedalist og afbrynjun á Íslandi.

Matilda hefur einstakan skilining á samskiptum og kennir með mjög afslöppuðum og fallegum hætti. Hver einstaklingur verður fær að læra á sinn hátt.

Matilda kennir Vedalist sem er mjög gömul og djúp viska, og er hún set fram á léttan og verðmættan máta.

 

LEIÐBEINANDI


Berglind Björgúlfsdóttir er tónlistarmiðlari, söngkona, kennari og frumkvöðull.

Hún hefur víðtæka menntun og reynslu af tónlistaruppeldi með börnum og fjölskyldum en hún útskrifaðist með BA í söng frá Mills College við San Fransisco-flóa í Kaliforníu og MA í listkennslufræðum frá Listaháskóla Íslands.

Berglind hefur haldið tónleika víða hérlendis og erlendis og stjórnað fjölmörgum barnakórum. Hún hefur markvisst tengt útinám og tónmennt í Lágafellsskóla, einnig útinám, handverk og myndlist í Barnaskóla Hjallastefnunnar.

Á þessu ári hefur hún unnið að skólaþróun í alþjóðaskóla í Marrokkó. Fjölskyldu- og barnvæn námskeið hennar, sem og kennaranámskeið, hafa vakið lukku bæði hér heima og erlendis.

Berglind er stofnandi Samleiks. www.samleikur.is

Galdrasmiðja - Lýsing

List & Galdrar
 

Flest höfum við séð Galdrasprota og stafi sem part af galdri í ævintýramyndum, en hvað ef við gætum skapað okkar eigin Máttargrip? Hvað ef Galdrasprotar eins og við sjáum Harry Potter nota kæmu til lífs í okkar eigin hendi og við gætum fundið fyrir þeim krafti sem býr í kristöllum, greinum, fjöðrum og öðrum efnivið? Einstakur máttargripur sem býr yfir mörgum töfrum og heilunarmætti.

 

Finnum Máttardýrið/Aflið okkar og sköpum okkar eigin grímu sem tengir allt inn í þann kraft. Dýrin geta komið úr þessum heimi eða öðrum og fært okkur alla sína einstöku hæfileika, skynjanir og styrk. Efniviðurinn er léttur gifs sem lagður er á andlitið, þornar fljótt og úr verður fullkomin eftirmynd af okkur sjálfum! Gríman er síðan máluð og skreytt.

 

​Í seinni part vikunnar sameinum við mátt og krafta grímunnar og töfrasprotans í léttum leik, hreyfingum og dansi. Við vinnum með máttardýrin, ævintýri og það sem við höfum skapað og það sem við erum. Við fáum blessun og vígslu við eldinn og lærum að jarðtengja okkur sjálf, kraftana okkar og mátt. Hér stígur þú inn í það ofur afl sem í þér býr með enn meiri kristal tærra visku.

LEIÐBEINENDUR
 

Linda Mjöll Stefánsdóttir ólst upp í London og stundaði nám við Marymount International School og útskrifaðist þar með Interntional Baccalaureate gráðu. Þaðan hélt námsleiðin áfram í Chelsea College of Art and Design og lauk því með BA Hönnunar gráðu.

Linda starfaði 20+ ár sem Leikmyndahönnuður í Kvikmyndum, Auglýsingur og Heimildarmyndum bæði í London og Evrópu sem og hér á Íslandi eftir að hún flutti heim árið 2004.

Sem hönnuður stofnaði hún, ásamt öðrum fyrirtækið Krukka.is sem unnu að því markmiði að skapa innan & utanhúss umhverfi sem voru að mestu leiti að endurnýta allan efnivið á einstaklega skapandi máta. Þar á meðal unnu þau mikið með Hjallastefnunni í að hanna og skapa náttúruleg leiksvæði.

Í seinni tíð hefur Linda verið að uppbyggja og reka sveita Miðstöðina, Sólsetrið. Undir Esjunni hafa þau Daniel Hjörtur byggt upp gistingu og viðburðarstað sem tekur á móti öllum aldurshópum í skapandi sjálfsvinnu bæði andlegri og líkamlegri.

Einnig hafa margir krakkar komið hingað í margvísleg námskeið þar sem tenging við náttúrulegan efnivið og skapandi tjáningu.

Linda kennir/heldur fyrirlestra í Kvikmyndaskóla Íslands og hefur einnig kennt Leiklist innan skóla í nokkur ár.

Lovísa Lóa Sigurðardóttir er listakona. Hún lærði myndlist í Finnlandi, Edinborg og á Sardiniu á Ítalíu, og stúderaði einnig trúð, acrobatic, grímur og látbragðsleik í The Commedia School í Kaupmannahöfn.

Hún hefur haldið fjölmargar myndlistarsýningar bæði hér á landi og erlendis. Einnig lauk hún MA í listkennslufræðum frá Listaháskóla Íslands. Lóa hefur haldið ýmiskonar námskeið í myndlist og sköpun, þar á meðal, í Myndlistarskóla Reykjavíkur, og Hjallastefnunni.

Hún hefur einnig, síðustu árin, ásamt Lindu Mjöll, verið með ýmiskonar töfra- og galdra smiðjur, vinnustofur og skapandi samveru á Sólsetrinu og fleiri stöðum.

 

Hún vinnur með töfra og ævintýri þar sem áherslan er á skapandi- og gagnrýna hugsun. Vinnustofur með allskonar efnivið, náttúruna, samvinnu með náttúruöflunum og að hver og einn einstaklingur fái að láta ljós sitt skína.

  • Facebook

Hefur þú spuringar sem þú vilt tala við okkur um - velkomin að hringja í Ásta, 866 8450

© 2020  Evolvia ehf   evolvia@evolvia.is  +354 822 35 10  www.evolvia.is