SUMARNÁMSKEIÐ 2019

1 ) STERKARI ÉG - LÝSING
Sjálfstyrkingarnámskeið
 

Það er mjög spennandi að læra um sjálfan sig, hver og einn sem gerir það vex og verður sterkari einstaklingur. Þannig tíma er vel varin og verðmætur, gott er að byrja snemma á þessu í lífinu.

 

Þetta námskeið sprettur frá aðferðarfræði markþjálfunar og byggist á röð æfinga og skemmtilegra leikja. Við verðum bæði úti í sólinni og innanhús en allt sem við gerum hefur tilgang sem er að efla einstaklinginn. Þetta er skemmtilegt og líflegt námskeið og gert á jákvæðan og uppbyggilegan máta. Við skoðum gildi, vinnum með þau og þannig eflist sjálfsmyndin og þannig verður maður sterkari.

 

Tilgangur námskeiðsins er að styrkja hvern og einn einstakling. Við endum námskeiðið með klukkutíma lokaathöfn þar sem foreldrum er boðið að koma í heimsókn.

LEIÐBEINANDI
 

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, PCC vottaður markþjálfi frá International Coach Federation.
Leiðbeinandi Evolvia & starfsmaður.

Ásta brennur fyrir þróunn og vexti unglinga. Hún rekur félag sem heitir Markþjálfahjartað og eru þar um 60 markþjálfar með svipaðan áhuga sem er að fá markþjálfun í menntakerfið. Þetta er hugsjón Ástu og hefur mest öll vinnan hennar í skólunum verið gefin af henni og þeim sem staðið hafa að þeim verkefnum sem Markþjálfahjartað hefur fengist við.

Ásta veitir markþjálfun inni skólana, beint við nemendur. Með henni fylgja góð meðmæli þaðan.

 

Hún er kennari í Markþjálfanámi hjá Evolvia, heldur Diploma í Mannauðsstjórnun HÍ og er fyrrverandi formaður ICF Iceland Félag Markþjálfa á Íslandi.
 

2 ) LEIKUR AÐ LEIKA - LÝSING

Leiklistarnámskeið

 

Tilgangur námskeiðsins er að efla sjálfstraust og færni þátttakenda í að standa með sjálfum sér og fyrir framan aðra, einn eða með öðrum. Það er gert með leik og æfingum um leið og verið er að vinna með frumsköpun.

Áhersla er lögð á sköpunargleði og framkvæmd hugmyndar í gegnum leik, gleði, spuna og æfingar.

Einnig er unnið með hlustun og einbeitingu.

Aðaláhersla er á samvinnu sem er samtvinnuð  í leik og gleði.

LEIÐBEINANDI

Rebekka Austmann Ingimundardóttir nam leiklist í DAMU, leiklistaháskólanum í Prag í Tékklandi og AHK listaháskólanum í Amsterdam og í TAM leiklistarháskólanum í Maastricht í Hollandi.

Rebekka hefur starfað í yfir 30 ár við leikhús bæði hérlendis sem og erlendis. Sem sviðshöfundur og leikstjóri og einnig sem leikmynda- og búningahönnuður í leikhúsum og kvikmyndum.

Rebekka hefur einnig starfað við kennslu og ásamt því að vera stundakennari í LHÍ hefur hún haldið námskeið með Þjóðleik síðan 2009. Síðastliðin vetur stundaði hún nám í Markþjálfun hjá Evolvia og fer í framhaldsnám í haust.

3 ) SKÖPUNARKRAFTUR - LÝSING

 

Sjálfsvitundar- og sjálfsstyrkingarnámskeið

Hver og einn verður öruggari í sér og líður betur í eigin skinni, þegar hann skilur sjálfan sig betur. Það er spennandi að nota málningu til að rannsaka hitt og þetta. Enga þekkingu eða undirbúning þarf.

Þetta námskeið veitir innsýn í Vedalist, sem er spennandi aðferð til að læra um lífið og sjálfan sig. Hver og einn tekur þátt á sinn eigin hátt.

Við notum málningu og tölum saman í aðferð sem kallast Gagnræður, sem er mjög falleg leið til að tjá sig.

Tilgangur er að gefa hverjum og einum innsýn og lærdóm um lífið og um sjálfan sig á léttan og skemmtilegan hátt.

Við endum námskeiðið með klukkutíma lokaathöfn þar sem foreldrum er boðið að koma í heimsókn.

LEIÐBEINANDI
 

Matilda Gregersdotter, MCC vottaður markþjálfi frá International Coach Federation.

Matilda er eigandi Evolvia, hönnuður af ýmsu þjálfunarefni, frumkvöðull um markþjálfun, vedalist og afbrynjun á Íslandi.

Matilda hefur einstakan skilining á samskiptum og kennir með mjög afslöppuðum og fallegum hætti. Hver einstaklingur verður fær að læra á sinn hátt.

Matilda kennir Vedalist sem er mjög gömul og djúp viska, og er hún set fram á léttan og verðmættan máta.

 

4 ) ÁFRAM ÉG - LÝSING

Sjálfsvitundar- og sjálfsstyrkingarnámskeið

 

Hvað er það sem þarf til að koma til fulls í sinni eigin mynd. Námskeið, mótað fyrir krakka þar sem frelsi, leikur og samtal er uppistöðuform.
 

Hugmyndin er að efla einstaklinginn, auka lífsgleði og gefa honum færi á að skyggnast inní sjálfan sig. Finna hvað þar leynist. Vinna með það sem kemur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og stuðla þannig að sterkari persónueiginleikum.

Aðferðarfærði markþjálfunar nýtast vel í samskiptum við krakkana þar sem þau fá frelsi til að móta námskeiðið með námskeiðishaldara. Þannig finnur hópurinn stefnu eða svið sem ríkur vilji er til að skoða og vinna með undir formerkjum námskeiðisins. Ýmis hugtök verða skoðuð og lífsleyndarmál afhjúpuð.  

 

Skemmtilegt og þægilegt umhverfi þar sem unnið er í hóp sem og einstaklingsbundið.  Við blöndum saman inni- og útiveru í verkefnum. Í lokin verður skoðað hvaða lærdómur hefur átt sér stað og krakkarnir leystir út með lítilli gjöf eftir loka gjörning. Spennandi.
 

Krakkarnir koma heim með verkfæri og aukna getu til að taka á móti lífinu.

LEIÐBEINANDI
 

Andri Már Jörundsson, Markþjálfi. Lauk alþjóðlegavottuðu námi International Coach Federation.
 

Andri starfar með fólki og samfélagi þar sem markmiðið er að efla og bæta það sem er, hjálpa því að verða sem vill verða.  Hefur komið víða við. Stundaði Nám við Stjórnmálafræðideild HÍ eftir að hann lauk námi við Rafvirkjun. Starfaði sem verkefnastjórni raffangs í Lyfjaverksmiðju þar sem samskipti, skipulagshæfni og mannaráð voru megin verkefni. Auk þess að vera Björgunarsveitar nýlið, náttúrunnandi og mikill ferðalangur er hann líka lífskúnsner af mikilli elju þar sem heilbrigði, heilindi og vöxtur er drifið áfram af þeim styrk sem hefur komið fram eftir mikla sjálfsvinnu og innriíhugun.  

 

Andri er faðir og hefur starfað á Leikskóla sem og íbúðarkjarna fyrir einstaklinga með sérþarfir.  

DAGSETNINGAR
 

24. - 28. JÚNÍ

kl. 9:00 - 12:00  Sköpunarkraftur
FULLT 

1. - 5. JÚLÍ

 

kl. 9:00 - 12:00    Leikur að leika 
FULLT 


8. - 12. JÚLÍ

 

kl.13:00 - 16:00   Sterkari ÉG

FULLT 

15. - 19. JÚLÍ

 

kl.13:00 - 16:00   Sterkari ÉG

FULLT 29. júlí - 2. ÁGÚST
 

kl. 9:00 - 12:00    Leikur að leika 

 

 

VERÐ
 
Áfram ÉG                  11.900 kr
Leikur á að leika        11.900 kr
Sköpunarkraftur         16.900 kr
Sterkari ÉG                11.900 kr

 
FYRIR HVERJA
 

Fyrir 9 -12 ára einstaklinga (fædd 2007 - 2010)  sem vilja stækka sjálfan sig. Tilgangur námskeiða er að styrkja hvern og einn einstakling.


HVAR - STAÐSETNING

Við erum í Rými til vaxtar - Markþjálfasetur Evolvia sem er staðsett í Grafarvogskirkju í rými gamla bókasafnsins. Fjörgyn heitir gatan og eina húsið í þeirri götu er Grafarvogskirkja. Gengið er inn að neðanverðu kirkjunnar hægra megin.

FORELDRAR Í HEIMSÓKN 
 

Við endum svo námskeiðin með klukkutíma lokaathöfn þar sem foreldrum er boðið að koma í heimsókn.


 

SAMBAND & SPURNINGA

Þú ert velkomin að senda okkur spurningar til að frá frekari upplýsingar um sumarnámskeiðin til evolvia(at)evolvia.is

 

PRAKTÍSKAR UPPLÝSINGAR

 

Takmarkaður sætafjöldi er á námskeiðin og því best að taka frá sæti sem allra fyrst. Skráning er hafin og fyllist fljótt.

Námskeiðin hjá Evolvia eru vinsæl og lifandi.

 

Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 15 þátttakendur.

Lámarksfjöldi eru 8 þátttakendur.

Ef námskeiðið nær ekki lágmarksskráningu

er hægt að færa sig yfir á aðra dagsetningu eða á endurgreiðslu. Ef skráning er gerð á rangt námskeið eða dagsetningu þarf að láta okkur vita innan 24 klst. til að gera fært sig á það rétta eða annað, annarss telst það skráning.

 

Við mælum með því að tryggja sæti og ganga frá skráningu á námskeið sem hentar sem allra fyrst.SKILMÁLAR & VELFERÐ ÞÁTTTAKENDA
 

Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Börn þurfa að hafa getu í að vera virk og sjálfstæð. Ef vart verður við óeðlilega hegðun verður haft samband við forráðarmann.
 

Mæting á námskeið er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

 

Námskeiðsgjald er óendurkræft ef hætta þarf við þátttöku.

© 2020  Evolvia ehf   evolvia@evolvia.is  +354 822 35 10  www.evolvia.is