top of page
Framúrskarandi Skólaumhverfi 2019

FRAMÚRSKARANDI SKÓLAUMHVERFI 2019

Framúrskarandi Skólaumhverfi 2019
Framúrskarandi Skólaumhverfi
Framúrskarandi Skólaumhverfi
Framúrskarandi Skólaumhverfi 2019
Framúrskarandi Skólaumhverfi
Framúrskarandi Skólaumhverfi 2019
Framúrskarandi Skólaumhverfi
Sigga Ásta
Framúrskarandi Skólaumhverfi
Hermann
María Sólveig
Þorgerður
Ignite
Markþjálfahjartað
Framúrskarandi Skólaumhverfi 2019

VINNUSTOFA & RÁÐSTEFNA

23. sept frá kl.16.00-19.00



Árleg ráðstefna og vinnustofa til að lyfta fram stórfenglegum hlutum sem eru að gerast í íslensku skólaumhverfi.

Við vörpum fram spurningunni til allra fyrirlesarana: Hvað þarf til þess að skólarnir okkar verði framúrskarandi?

 


FYRIRLESTRAR

Ástríðufullir leiðtogar deila sinni sýn sem þeir sjá til framtíðar. Hvað þarf til að uppfæra skólaumhverfið?

 

Framúrskarandi Skólaumhverfi

- MÖGULEIKAR HÓPMARKÞJÁLFUNAR FYRIR SKÓLASTJÓRNENDUR
 

Ingibjörg Gísladóttir Markþjálfi, mannauðsráðgjafi & fundalóðs

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI

 

Ingibjörg fjallar um Mastermind hópa og möguleika þeirra fyrir stjórnendur.  Mastermind hópar byggja á markþjálfun og fær sérhver hópmeðlimur tækifæri til að nýta visku annarra í hópnum til að finna lausnir á viðfangsefnum. Ingibjörg segir frá reynslu af Mastermind hópum meðal leikskólastjóra sem hún veitti stuðning og ráðgjöf.  

- EFTIR ÁR Í HEIMAKENNSLU
 

Helgi Rafn Guðmundsson & Heiða Dís Helgadóttir

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI

 

Heiða Dís er nú nýbyrjuð í 2. bekk í grunnskóla. Skólastofan hennar Heiðu er alls staðar. Stundataflan hennar Heiðu er aldrei eins viku frá viku eða dag frá degi og fögin hennar eru frábrugðin því sem þekkist í hefðbundnum skóla. Heiða Dís er í svokallaðri heimakennslu og hefur ansi mikið um það að segja hvernig hennar námi er háttað. Faðir hennar, Helgi og hún sjálf munu tala um hvernig heimakennslunni er háttað, af hverju þau kusu þessa leið og hvað er hægt að læra af þessari aðferð.

STAÐSETNING & SKIPULAG

Ráðstefnan var haldin í Rými til vaxtar - Markþjálfasetur Evolvia. Þar var tveir salir í notkun á sama tíma svo að ráðstefnugestir valdi fyrirlestra hverju sinni.


TÓNLISTARATRIÐI

Milli fyrirlestra heyrðum við tónlist.Við sköpuðum fallega aðstöðu til að læra og hlusta, þannig slökum við á í nokkrar mínútur á milli lota. Framandi er að hlusta á einstaka fallega tóna.

 

- MARKÞJÁLFUN, SJÁLFSTRAUST & SJÁLFSÞEKKING
 

Sólveig Helgadóttir, ACC Markþjálfi

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI

 

Sólveig hefur gríðarlega ástríðu fyrir að aðstoða ungt fólk. Hún mun segja okkur frá þeim lykilatriðum sem hún sér eftir að verða 4 ár í starfi, sinni eigin reynslu sem ung manneskja og reynslu unga fólksins sem hefur sótt viðtöl og hópa. Hvað er það sem ungt fólk þarfnast? Hvaða máli skiptir þetta ungmenni og hvaða áhrif gæti þetta haft til framtíðar? 

ÚTGÁFUTEITI 

Við fögum útgáfu af bókinni Markþjálfun Umturnar - umbreytingar í lærdómsumhverfi.

Markþjálfun Umturnar

DAGSKRÁ 

15:30 Húsið opnar
          - Rými til vaxtar, Fjörgyn, 112 Rvk

 

16:00 Ráðstefnan sett 

16:10 Ástríðufullir leiðtogar um framúrskarandi skólaumhverfi munu deila sinni visku og sýn til uppbyggingar framtíðarinnar.

 

Fyrirlestrar fara fram í tveimur sölum, Kyrrðin og Vöxtur.
Gestir velja fyrirlestra.
Kaffi & snarl í hléi á milli hvers fyrirlesturs.

Framhald: Ástríðufullir leiðtogar um

framúrskarandi skólaumhverfi munu deila sinni visku og sýn til uppbyggingar framtíðarinnar.

19:00 Ráðstefnu lokið.

- NEMANDINN Í BRENNIDEPLI - SAMSKIPTI OG NÁM.
 

Ingunn Ásta Sigmundsdóttir kennari & markþjálfi

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI​

Ingunn Ásta fjallar um starf sitt í námsveri á unglingastigi í Háteigsskóla ásamt því að fjalla almennt um stefnu skólans í málefnum nemenda, þ.e. námi þeirra, samskiptum nemenda innbyrðis og við foreldra. Hvað gerum við í Háteigsskóla til þess að skapa framúrskarandi skólaumhverfi fyrir alla sem þar starfa, nemendur og kennara?

- MARKÞJÁLFAHJARTAÐ & IGNITE
 

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, PCC Markþjálfi
 

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI
 

Ásta deilir ástríðu sinni á markþjálfun fyrir menntakerfið, hennar draumur er að menntakerfið á Íslandi kynnist aðferðafræði markþjálfunar.  Hún ætlar að segja frá verkefni sem kallast Ignite og var gert frá janúar - júní 2019 í grunnskólum Garðabæjar. Þetta verkefni snérist um að veita stjórnendum grunnskóla markþjálfun til að efla þá sem stjórnendur og um leið finna hvernig þetta verkfæri markþjálfun virkar.

- STOFNAÐU SKÓLA!

 

Gisli Rúnar Guðmundsson, Menntastjóri NÚ og markþjálfi

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI 

 

Gísli Rúnar Guðmundsson menntastjóri NÚ segir frá lærdómsferlinu við stofnun og þróun grunnksólans NÚ sem fór í loftið 22. ágúst 2016. Hann ætlar að tengja saman sína framtíðarsýn á skólamálum á Ísandi við þroskaferli NÚ.

- HVERNIG NÝTIST MARKÞJÁLFUN Í ÚTIKENNSLU OG KENNSLU BARNA MEÐ ADHD
 

Hermann Berndsen Valsson 
MPH í lýðheilsufræðum, kennari og markþjálfi

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI


Í umfjöllun sinni mun Hermann B. fara yfir hvernig hann tvinnar saman útikennslu og markþjálfun. Í gegnum árin hefur Hermann sérhæft sig í útikennslu sem og kennslu barna með ADHD, eða önnur frávik. Fljótlega eftir að hann bætti við sig markþjálfun fann hann fljótt hversu sterkt aðferðir markþjálfunar rímuðu við útikennslu og auðvelduðu honum enn frekar samskipti við nemendur.

- MARKÞJÁLFUN & STARFSÞRÓUN Í SKÓLASTARFI - FÖRUM SAMAN Í FERÐALAG
 

Sigríður Ásta Markþjálfi & náms- og starfsráðgjafi

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI

 

Starfsþróun er hryggjarstykkið í öllu skólastarfi, og þarf að vera fjölbreytt og kröftug til að leiða til farsællar þróunar sem tekur mið að örum samfélags- og tæknibreytingum. Í þessu stutta erindi verða markþjálfun og starfsþróun í skólastarfi leidd saman og farið í örstutt möguleikaferðalag. 

- HVERNIG LÍTUR FRAMÚRSKARANDI SKÓLAUMHVERFI ÚT Í MÍNUM HEIMI?
 

Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir kennari & markþjálfi
 

HORFA Á UPPTÖKUR AF FYRIRLESTRI
 

Nemendur verða fyrir miklu áreiti daglega frá samfélagsmiðlum og öðru umhverfi, mis gáfulegu. Það er því nauðsynlegt að þau þekki sjálfan sig og sín mörk og það þarf að kenna þeim og þjálfa þau í því. Markþjálfun er frábært verkfæri til þess að þjálfa nemendur í sjálfsþekkingu og framtíðarsýn. Við í Álftanesskóla tökum þessu nýja verkfæri fagnandi og höfum hlotið þróunarstyrk til þess að flétta markþjálfun inn í okkar skólaumhverfi. Svona gerum við í Álftanesskóla!

- SKÓLASTARF & MENNTUN
 

Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir kennari og markþjálfi

HORFA Á UPPTÖKU AF FYRIRLESTRI
 

Vangaveltur um skólastarf og menntun og hugsanlegir mōguleikar til framfara.

bottom of page