top of page

REIKNINGAGERÐ MARKÞJÁLFA

TILGANGUR

 

Markþjálfar sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku í markþjálfun komast fljótt að því, að standa í utan-umhaldi kringum greiðslur er eitt af skrefunum á leiðinni.

KENNARI

Ragnhildur Sverrisdóttir er markþjálfi búsett á Akureyri, hún hefur reynslu úr fjármála-geiranum til fjölda ára. Hún er flott í að útskýra aðalmálin í kringum fyrstu skrefin í reikningagerð og helstu atriðin í varðandi það.

 

FYRIR HVERJA 


Reikningsgerð Markþjálfa er stutt námskeið fyrir markþjálfa sem eru að stíga sín fyrstu skref og þurfa að læra hvernig á að haga reikningsgerð.


INNIHALD

Þú fær innsýn í grundvallaratriðin í hvernig þú átt að haga reikningsgerðinni þegar þú selur þjónustu þína. Það sem verður farið í  á þessu námskeiði er:

- Að gefa út reikninga
- Virðisaukaskattur 
- Skattskýrsla - hvar fer þetta inn þar
- Hvernig haga ég kostnaði í rekstrinum mínum

bottom of page