Hversu mikilvæg/ur ert þú?
Hversu mikil áhrif hefur þú í kringum þig?
Hvað ef hver þú ert skiptir öllu máli!
Í Markþjálfanámi þjálfum við færni í 11 grunnhæfnisþáttum. Við lærum að beita okkur til að stækka aðra. Það er ýmislegt úr uppeldi og hefðbundnum venjum í samskiptum sem hindrar vöxt einstaklingsins. Aðferð markþjálfa losar vöxt úr læðingi. Við þjálfum hvernig við setjum okkur til hliðar - til að gefa rými fyrir vöxt annara. Þetta er sérstakt ferðalag að læra inn á sjálfa/n sig, sem verkfæri til að leyfa öðrum að stækka. Það er hægt að segja að aðili sem notar aðferð markþjálfa - stækki lika.
Smelltu hér til að sjá fleiri myndbrot og heyra fleiri umsagnir.
Sjá nánari upplýsingar um Markþjálfanám Evolvia.