top of page

MARKÞJÁLFANÁM - síðan 2004

ALÞJÓÐLEGAÐ VOTTAÐ NÁM

 

Evolvia Markþjálfanám er heildrænt og hagnýtt nám sem veitir nemandanum góða undirstöðu í aðferðafræðum markþjálfunar.

 

Námið byggir bæði á fyrirlestrum og verklegum æfingum þar sem nemendur markþjálfa hvorn annan.

 

Einnig fá allir nemendur mentor markþjálfa sem þeir hitta reglulega á námstímanum.

 

Í náminu lærir nemandinn að beita á áhrifaríkan hátt þeim ellefu grunn-hæfnisþáttum sem markþjálfi þarf að kunna skil á.

 

Námið er viðurkennt ACSTH, Accredited Coach Specific Training Hours, af International Coach Federation frá árinu 2008.

 

Markmið námsins er að nemandi verði fær um að standast ACC próf og öðlast með því rétt til að nota titilinn Associated Certifed Coach eða Viðurkenndur markþjálfi.

11 GRUNNHÆFNISÞÆTTIR

 

Í náminu lærir nemandinn að beita á áhrifaríkan hátt þeim ellefu grunnhæfnis þáttum sem markþjálfi þarf að kunna skil á, sem eru:
 

  • Standast siðferðislegar og faglegar kröfur.

  • Gera samning um markþjálfun.

  • Skapa traust og nálægð við viðskiptavininn.

  • Markþjálfunarviðvera.

  • Virk hlustun.

  • Kraftmiklar spurningar.

  • Bein tjáskipti.

  • Vitundarsköpun.

  • Mótun aðgerða.

  • Skipulagning og markmiðasetning.

  • Stjórnun framgangs og ábyrgðar.
     

Velkomin á kynningu um Markþjálfanám, dagsetningar eru tillkynntar reglulega.


 

ACST markþjálfanám

FYRIR HVERJA ER MARKÞJÁLFANÁM?


Markþjálfanám er fyrir alla þá sem vilja gerast viðurkenndir markþjálfar eða nota markþjálfun sem hluta af leiðtogafærni sinni í starfi. Námið er vinsælt meðal stjórnenda og leiðtoga því þegar markþjálfun er beitt af færni og þekkingu er hún eitt skilvirkasta verkfærið sem völ er á í nútíma stjórnun til að kalla fram það besta í starfsfólki.

 

Námið er bæði áhrifaríkt og framsækið. Í náminu fara allir nemendur í gegnum mikla sjálfsskoðun þar sem þeir hljóta markvissa markþjálfun í öllum grunnþáttunum sem þeir þurfa að kunna skil á. Meginmarkmið námsins er að að skerpa aðalverkfærið sem notað er í markþjálfuninni, sem er markþjálfinn sjálfur.

 

Markþjálfanámið hjá Evolvia er drifið áfram á grundvelli innsæis og ástríðu kennaranna. Það þýðir að minna er um akademískar kenningar en meiri áhersla lögð á innsæi, einlægni og nærveru sem stuðlar að þróun og þroska nemandans og treystir undirstöður hans til að verða öruggur og öflugur markþjálfi.

 

Kennarar á námskeiðinu eru reynslumestu markþjálfar á Íslandi í dag og hafa verið í fullu starfi sem markþjálfar í mörg ár.

 

REYKJAVÍK
 
5. Mars kl. 09:00-10:30

Kynning á Markþjálfanámi
Skráðu þátttöku á kynningu

Staðsetning í Reykjavík og online


VELKOMIN Á KYNNING Á AKUREYRI !

Simey, Akureyri
Skráðu þátttöku á kynningu

 
Skoða umsagnir hér

 
BÆKLINGUR
REYKJAVÍK  -  Hófst 6. Febrúar - vor 2020
 
AKUREYRI
 
bottom of page