top of page

HALLARLÍF

 

ÆVINTÝRAFERÐ FYRIR SYNGJANDI SÆLKERA
 

Hefur þig einhvern tíma dreymt um að búa nokkra daga í gamalli og fallegri höll? Að fara á markaðinn í þorpinu og kaupa í matinn? Slaka á og njóta lífsins á litla kaffihúsinu við torgið í þorpinu? Að hjóla um fallega sveit, hvílast í skugga eikartrjánna? Að borða góðan mat og heimsækja vínbændurna og bragða á ljúfum vínum?

 

AÐ LÆRA NJÓTA OG LIÐA VEL SAMAN
 

Það er einmitt tilgangur þessarar viku dvalar í Bordeaux. Markmiðið er að kynna fyrir fólki franskan lífsstíl, að kynnast franska eldhúsinu og frönskum vínum. Að læra þekkja hráefnið, að matreiða úr því ljúffenga rétti, að velja réttu vínin með matnum, að setja saman maðseðil og að vinna saman. En umfram allt er tilgangur ferðarinnar að njóta lífsins, hvílast og eiga góða stund með öðru fólki sem kann að meta góðan mat og höfug vín.

 

CHATEAU GARREAU
 

Chateau Garreau bíður uppá kyrrð og hugarró sem er góður grunnur til að læra meira um sjálfan sig og skilvirkari samskipti.

QIGONG

Alla daga er boðið er upp á qigong fyrir morgunmat, qigong er mjög hæg kínversk leikfimi sem inniheldur hugleiðslu og hægar standandi æfingar á sama tíma. 

 

 

GAGNRÆÐUR
 

Við verðum með þriggja daga námskeið sem tekur hálfan dag í senn og notum Gagnræður e.Bohm Dialog og rannsökum hvernig góð sambönd eru ræktuð. Gagnræður er aðferð þar sem hópur ræðir saman á einlægan hátt frá hjartanu, viska hópsins blandast saman og verður meiri með rannsókninni. Það má segja að í Hallarlífi eflum við sambönd og okkur sjálf.

HALLARLÍF 2016

 

Næst verður Hallarlíf 16. - 23. okt 2016

Meira upplýsingar hér.

Velkomin að staðfesta sæti með að greiða staðfestinga gjald.

Viltu meira upplýsingar um innihald?
Sendu spurning til evolvia(at)evolvia.is

bottom of page